Um Beint í mark

Elva Dögg Baldvinsdóttir markþjálfi

Ég er með B.A. og M.A. í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og með starfsleyfi sem slíkur frá landlæknisembætti Íslands.
Hef reynslu sem klínískur félagsráðgjafi í meðferðarvinnu á geðsviði Landsspítala. Einnig starfað sem atvinnulífstengill/ráðgjafi undanfarin ár.

 
Þá hef ég lokið viðurkenndu ACSTH námi í markþjálfun frá Profectus. Um er að ræða vottað nám frá International Coaching Federation (ICF), sem eru alþjóðleg samtök markþjálfa og starfa ég samkvæmt siðareglum þeirra.

Tek á móti einstaklingum og/eða pörum í markþjálfun.