Spurningar
Algengar spurningar?
Algengar spurningar?
Hvernig veit ég að markþjálfun er fyrir mig?
Markþjálfun getur gert mikið fyrir alla sem eru tilbúnir í breytingar, skerpa á framtíðarsýn, finna fókus, efla drifkraft/eldmóð og fá öruggt rými til þess að fara í sjálfsskoðun.
Hversu marga tíma þarf maður hjá markþjálfa?
Allur gangur er þar á. Þú stjórnar ferðinni en mörgum finnst gott að miða við 3-5 tíma í upphafi.
Geta allir komið í markþjálfun?
Allir geta pantað sér tíma í markþjálfun, þú þarft ekki að vera búin/nn að ákveða markmið eða stefnu áður en þú mætir. Markþjálfun er þó ekki meðferðarúrræði og hentar ekki þeim sem þurfa á sértækri íhlutun úr heilbrigðiskerfinu.