Spurningaspil um knattspyrnu

Beint í mark er spurningaspil um fótbolta fyrir alla fjölskylduna. Spurningarnar eru styrkleikaskiptar sem auðveldar öllum að spila með - sófa sérfræðingum jafnt sem öðrum!

Fótboltaspil í úrvalsdeild

Á meðal þeirra sem gefa spilið út er Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Beint í mark er aðalspilið í ár! Spurningaspil fyrir alla fjölskylduna. Styrkleikaskipt sem auðveldar öllum að spila með. Gríðarlega veglegt spil sem hægt er að spila aftur og aftur – tæplega 3.000 spurningar í fimm flokkum.

Tæplega 3.000 spurningar!

Beint í mark er fótboltaspil sem allir geta spilað. Tæplega þrjú þúsund spurningar eru í spilinu og er þeim skipt í fimm flokka.

Spurningunum er síðan skipt upp í þrjá styrkleikaflokka og því eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir.

Ef mikill getumunur er á keppendum er auðvelt að breyta stigagjöfinni og jafna leikinn. Sá sem er fróðari um fótbolta er látinn svara spurningum úr flokki tvö eða þrjú á meðan aðrir sem minna vita svara spurningum úr auðveldasta flokknum, flokki 1. Allir fá 1 stig fyrir rétt svar.

Þú gætir unnið!

Vertu með okkur á Facebook, Twitter og Instagram og hver veit nema þú vinnir einn af þeim fjölmörgu glæsilegu vinningum sem í boði eru frá þessum meisturum hér til hliðar.

Ekki bara borðspil!

Þar sem gríðarlegur fjöldi fótboltaspurninga í mörgum flokkum fylgir spilinu er auðvelt að taka það með sér hvert sem er og spila, jafnvel án spilaborðsins. Þannig henta spurningarnar frábærlega í Pub Quiz kvöld íþróttafélaga og vina - langar rútuferðir eða flug!

Á bakvið spilið

Beint í mark er búið til af hópi fimm einstaklinga sem allir hafa mikla reynslu af hinum ýmsum hliðum fótboltans.

- Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður
- Magnús Már Einarsson, ritstjóri fotbolti.net
- Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is
- Helgi Steinn Björnsson, viðskiptafræðingur
- Daníel Rúnarsson, rekstur & hönnun

Allar fyrirspurnir sendist á beintimark@beintimark.is

Bakhjarlar Beint í mark

Scroll to top