Beint í mark Markþjálfun
Elva Dögg Baldvinsdóttir
Viðurkenndur markþjálfi
MA í félagsráðgjöf
Ég sérhæfi mig í einstaklingsmarkþjálfun sem og fjölskyldu- og paramarkþjálfun.
Ert þú tilbúin/nn að taka skrefið og finna út úr því hvað þig vantar núna og hvert þú vilt stefna?
Markþjálfun er skilvirk aðferðafræði sem skilar árangri og byggir á því að ÞÚ sem markþegi ert sérfræðingur í sjálfum þér.
Mitt hlutverk er að hjálpa þér að skoða hvar svörin þín liggja og hvaða skref þú getur tekið til þess að ná markmiðum þínum.
Aðeins um mig:
Ég er með bakgrunn í félagsráðgjöf og með reynslu til nokkurra ára af meðferðarvinnu með einstaklingum. Einnig hef ég reynslu af hópa- og fjölskylduvinnu.
Ég hlakka til að heyra frá þér og hjálpa þér að vaxa á þeirri vegferð sem þú ert á.
Ég tek við tímabókunum í gegnum netfangið elva@beintimark.is
Einnig er velkomið að senda mér línu í tölvupósti ef einhverjar spurningar vakna varðandi ferlið.